Maputo,
Lourenco
Marquew til 1976, er hafnar- og höfuđborg Mósambík á norđurbakka
áróss Espírito Santo viđ Delagoa-flóa viđ Indlandshafiđ. Fyrra nafn sitt fékk hún frá portúgölskum kaupmanni, sem
kannađi svćđiđ fyristur áriđ 1544.
Borgin ţróađist í kringum portúgalskt virki, sem var byggt
1787. Hún fékk borgarréttindi
1887 og tók viđ höfuđborgarhlutverkinu af Mósambíkborg í Portúgölsku
Austur-Afríku. Loftslagiđ
í borginni er heilnćmt og gola af hafi dregur úr hitanum.
Hún státar af náttúrugripasafni og háskóla (1962).
Frábćrar bađstrendur löđuđu hvíta Suđurafríkumenn og Ródesíumenn
áđur en landiđ fékk sjálfstćđi 1975.
Síđan ţá hefur efnahagi borgarinnar hrakađ verulega vegna
hruns ferđaţjónustunnar. Höfnin
var hin mikilvćgasta í Austur-Afríku áđur en sjálfstćđi fékkst,
ţví hún ţjónađi námum og iđnađi Suđur-Afríku, Svasílands og
Ródesíu og var tengd ţessum löndum međ járnbrautum og vegakerfi.
Eftir ađ landamćrunum ađ Ródesíu var lokađ og samböndin viđ
Svasíland og Suđur-Afríku stirđnuđu urđu flutningar nćstum ađ
engu. Iđnađurinn í
borginni byggist ađallega á bruggun öls, skipasmíđum og viđhaldi,
niđursuđu fiskafura, járnsmíđi og framleiđslu sements, vefnađarvöru
o.fl. Áćtlađur íbúafjöldi
1989 var tćplega 1,1 miljón. |