Delagoa flói Mósambík,

Booking.com


DELAGOA-FLÓI
M
ÓSAMBÍK
.

.

Utanríkisrnt.

Delagoaflói gengur inn úr Indlandshafi í Suður-Mósambík.  Hann er u.þ.b. 42 km langur frá norðri til suðurs og svipaður að breidd.  Sunnan hans er Ihacha-skagi.  Hann er aðgengilegur stórum hafskipum og býður einhverja beztu hafnaraðstöðu á austurströnd Afríku.  Aðalhafnarborgin við hann er Maputo.  Margar ár falla til flóans, m.a. Maputo úr suðri.  Portúgalski sæfarinn António do Campo, skipstjóri í flota Vasco da Gama, sigldi inni í flóann árið 1502.  Portúgalar og Bretar komu sér upp verzlunarstöðum á ströndinni skömmu síðar.  Snemma á 19. öld reyndu báðar þessar þjóðir að tryggja sér yfirráð við flóann og hið fyrrnefnda var þrautseigara.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM