Beira Mósambík,

Booking.com


BEIRA
MÓSAMBÍK

.

.

Utanríkisrnt.

Beira er hafnarborg við Mósambíkskipaskurðinn við mynni ánna Púngoe og Búzi (Indlandshaf).  Borgin var stofnuð 1891 sem aðalstöðvar Mósambíkfélagsins á slóðum gamallar byggðar múslima.  Portúgalar tóku við stjórntaumunum af fyrirtækinu árið 1942 og landið fékk síðan sjálfstæði árið 1975.  Höfnin þróaðist sem verzlunar- og útflutningsmiðstöð fyrir Mið-Afríku og umskipunarstaður fyrir aðrar hafnir á ströndinni.  Höfnin er tengd járnbrautaneti frá Suður-Afríku, Simbabve og Malaví.  Helztu útflutningsvörurnar eru málmgrýti, tóbak, matvæli, baðmull, húðir og drykkjarvörur.  Við fiskihöfnina, sem var byggð á níunda áratugi 20. aldar, standa niðursuðuverksmiðjur, vinnslustöðvar og frystigeymslur.  Miklar truflanir urðu á járnbrautasamgöngum á Umtali-Beira leiðinni vegna ítrekaðra skemmdarverka skæruliða frá Ródesíu skömmu áður en landið fékk sjálfstæði og mósambísku andspyrnuhreyfingarinnar (MNRM) snemma á níunda áratugnum.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 300 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM