Flóra
og fána.
Meginlandshluti Miðbaugsgíneu er þakinn þéttum hitabeltisregnskógi, sem
timburiðnaðurinn nýtir sér. Rúmlega 140 tegundir tjráa vaxa á
þessum slóðum og verðmætastar eru Aucoumea klaineana (okume), afrísk
valhneta og ýmsar tegundir mahónítrjáa. Ofnýting skóganna næst
ströndinni beindi spænskum timburfyrirtækjum æ lengra inn í landið.
Skógrækt er lítt stunduð og annar gróður hefur vaxið í stað trjánna, sem
voru felld. Afrískir sjálfsþurftarbændur ryðja skóg og brenna land
til að geta ræktað kassava, baunir, kartöflur, rætur og söluafurðir
(kaffi og kakó) eins og mjög gropinn jarðvegurinn leyfir.
Fenjaskógar eru víða með ströndum fram og meðfram ám og vötnum.
Á Biokoeyju er
hitabeltisflóran fjölskrúðug og miklir fenjaskógar. Á hærra liggjandi
svæðum eru grænmetisgarðar og beitilönd.
Meginlandsfánan er
margbreytileg, górillur, simpansar, margar fágætar apategundir,
hlébarðar, buffalar, antilópur, fílar, flóðhestar, krókódílar og fjöldi
snákategunda (pýton). Skordýrafjöldinn er mikill (tsetse,
anófelesmýflugan, sem ber malaríu) og maurar, bjöllur, köngullær og
termítar eru út um allt. Á Biokoeyju eru engine stór dýr en þar er
fjöldi apategunda, dvergantilópur og nagdýr auk mýflugna og annarra
skordýra. |