Miðafríkulýðveldið íbúarnir,


MIÐAFRÍKULÝÐVELDIÐ
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Um 75% þjóðarinnar býr í strjálbýli, aðallega í suður- og vesturhlutum landsins.  Austur- og horðurhlutarnir eru enn þá strjálbýlli.  Borgarbúar búa aðallega í Bangui og mun færri í Berbérati, Bossangoa og Bouar í vesturhlutanum, Bamari og Bria í miðhlutanum og Bangassou og Mobave við Ubangiána.

Þjóðin er flókin deigla kynþátta, allt frá akafólkinu í skógunum, sem er veiðimenn og safnarar, til zande- og nzakarafólksins.  Áður en Evrópumenn komu til sögunnar síðla á 19. öld var ekki auðvelt að greina á milli kynþátta.  Flestir íbúarnir töldu sig frekar tilheyra ættkvíslum fremur en kynþáttum.  Samskipti hópa, sem höfðu ekki sameiginlegt tungumál voru allt frá friðsamlegum viðskiptum og hjónaböndum til stríðsástands og ánauðar.  Tilraunir nýlenduherranna og mannfræðinga til að greina íbúana í tiltekna þjóðflokka fóru út um þúfur.  Frönsku landnemarnir skiptu verkamönnum sínum og þjónustufólki engu að síður í kynþáttahópa.  Þessi „þegnar” frönsku landnemanna voru aðallega Sunnlendingar af kynjum mbaka, yakoma, ubangi o.fl. og Frökkunum tókst að skapa úrvalshóp, sem tók við völdum í landinu, þegar sjálfstæði fékkst.  Smám saman hefur sérhópum í öðrum landshlutum tekizt að koma fólki í valdastöður en Sunnlendingarnir eru enn þá ráðandi afl.

Vítt og breitt um landið búa litlir hópar grískra, portúgalskra og jemenskra kaupmanna og lítill hópur Frakka býr í Bangui.  Demantakaupmenn frá Vestur-Afríku og Chad, kaupmenn frá ýmsum Afríkulöndum og pólitískir flóttamenn frá Súdan, Chad, Rúanda og Kongó búa einnig í Bangui og utan borgarmarkanna.  Miðafríkumenn tala fjölda tungumála, s.s. baya (gbaya), banda og mandjia.  Franska er opinber tunga og sango (bantumál), sem 90% þjóðarinnar talar, er þjóðartungan.  Upprunalega var sango tunga fólksins við Ubangiána en kristnir trúboðar tóku upp einfaldaða útgáfu hennar og hún dreifðist í þeirri mynd meðal annarra þjóðfélagshópa í gegnum þá
.

Næstum 40% þjóðarinnar eru katólikar eða mótmælendatrúar.  Hópar fólks halda sig við hefðbundna trú forfeðranna og vaxandi minnihluti er trúlaus.

Miðafríkulýðveldið er strjálbýlt.  Fólksfjölgunin er talsverð en lítt áberandi vegna strjálbýlisins, fjölda brottfluttra og hárri tíðni barnadauða.  Rúmlega 40% þjóðarinnar eru yngri en 15 ára og lífslíkurnar eru undir 50 árum vegna ónógrar heilsugæzlu og vannæringar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM