Kongólýðveldið,
Flag of Congo, Republic of the

TÖLFRÆÐI      

KONGÓLÝÐVELDIÐ

Map of Congo, Republic of the
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ófriður hefur löngum ríkt í Lýðveldinu Kongó og meðfram landamærum þess, þannig að landið er í rústum.  Árið 1992 lét Denis Sassou-Nguesso, hershöfðingi, af völdum í kjölfar kosninga en arftaki hans í forsetaembættinu náði aldrei tökum á hernum.  Sassou-Nguesso var aftur kominn í stól  forseta árið 1997 eftir stutta en blóðuga borgarastyrjöld.  Síðan hafa alls konar hernaðarsamtök (Ninja og Kópra) barizt við her landsins og valdið flótta hundruða þúsunda landsmanna frá heimilum sínum og kostað þúsundir mannslífa.  Bardagar í höfuðborginni, Brazzaville, ollu flótta rúmlega 200 þúsund borgarbúa, sem flúðu margir til Kongó (Kinshasa), þar sem borgarastyrjöld geisaði einnig.  Þrátt fyrir slæmt ástand í sveitum landsins, hefur ástandið horft í betri átt.

Árið 1999 sömdu yfirvöld og uppreinarmenn um vopnahlé.  Járnbrautin milli Brazzaville og Svarthöfða (Pointe Noire) var opnuð á ný í ágúst 2000.  Í apríl 2001 var vopnum haugað upp í Brazzaville og þau brennd til að sýna vilja íbúanna til friðar.  Í framhaldi af þessu gaf Evrópuráðið 66 þúsund dollara til að efla atvinnu fyrir fyrrverandi hermenn.
Í tiltölulega friðsömum kosningum í marz 2002 var Sassou-Nguesso kosinn forseti með miklum meirihluta (90%).  Tæpum tveimur vikum síðar gaus upp ófriður, þegar byssumenn Ninja réðust á járnbrautarlest og drápu tvo.

Herinn brást skjótt og grimmilega við í suðurhluta höfuðborgarinnar, þar sem helztu miðstöðvar stjórnarandstöðunnareru til húsa.  Tugir þúsunda óttasleginna borgarbúa flúðu brott en flestir snéru síðar heim.


VARÚÐ!
Þessir atburðir hafa dregið úr vonum manna um frið í landinu til frambúðar.  Þess vegna er ferðamönnum bent á að sneiða hjá ferðum til landsins eða kynna sér ástandið vel áður en þeir halda þangað.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM