Flóra og fána.
Í góðum rigningarárum er strandlengja landsins vaxin ýmsum jurtum og
grasi. Mest áberandi er liljutegund (asphodel) og júbúla. Norðurhluti
Akhdar-fjalla, þar sem loftslags Miðjarðarhafsins gætir mest, vex
lágvaxinn og þéttur einiskógur. Mikill fjöldi annarra plöntutegunda
vex, þar sem skilyrði leyfa, s.s. margar tegundir grasa. Sunnan hæstu
brúna fjallanna verður gróður æ strjálli. Mun minni gróður er á
Nafusah-sléttunni, helzt milli gróðursnauðra hæða.
Hálfþurrasteppurnar
eru strjálvaxnar gróðri. Þar eru helzt þurrkaþolnar plöntur, Salsola
kali, hör, gæsalöpp, ormviður og liljutegundin asphodel. Gras sprettur
á regntímanum og grænmetistegundir vaxa þegar úrkoman er talsvert meiri
en í meðalári. Þótt sáralítið rigni á aðaleyðimerkursvæðunum og gróður
sé þar strjáll, teygja sumar plöntutegundir hálfþurrkasvæðanna inn á
vatnsfarvegi (wadi) þeirra og döðlupálmar eru ræktaðir í suðurvinjunum.
Meðal villtra
dýrategunda eru nagdýr, hérar og jerboa, hýenur, refir, sjakalar,
þefdýr, gasellur og villikettir. Adder og krait eru eitruð skriðdýr,
sem lifa í vinjum og við stjál vatnsból. Þarna fljúga hringdúfur,
akurhænur, lævirkjar og sléttuhænsn. Ernir, haukar og gammar eru
algengir fuglar. |