Líbería íbúarnir,


LÍBERÍA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Núverandi íbúamunstur landsins ber merki um landnámssöguna og félagslega-, efnahagslega- og menningarlega þætti eins og stríð, atvinnumöguleika og hjátrú.

Farhópar frá miðri Norður-Afríku, sem fóru að nema land í Líberíu á 13. öld, kom sér fyrst fyrir inni í landinu en fleiri aðkomuhópar knúðu á og fólkið hopaði til strandhéraðanna.  Innflytjendur frá BNA og Vestur-Indíum og öðrum nágrannaríkjum í álfunni settust að á ströndinni.  Fólkið, sem kom vestan um haf, settist aðallega að á völdum stöðum, s.s. í Monróvíu, Buchanan, Edina, Greenville, Harper, Robertsport og Marshall. Dreifðar byggðir mynduðust meðfram nýlögðum eða endurbættum þjóðvegum og plantekrur búgarða og námuvinna ollu myndun stærri byggða í strandhéruðunum og inni í landi.  Þorpin í landinu eru rúmlega 2000 talsins og flest eru þau í miðhluta landsins, í norðvesturhlutanum og á strandsléttunum í grennd við Monróvíu.  Skógasvæðin í miðsuður- og norðurhlutunum hafa ætíð verið strjálbýl.  Þróun og vöxtur borganna hafði lítil sem engin áhrif á þessi þorp.  Afleiðingin er sú, að íbúarnir skiptast greinilega í þorpsbúa og sveitamenn, sem lifa hefðbundu lífi og nútímaborgrbúa.

Monróvía (stofnuð 1822) er þungamiðja pólitísks-, efnahaga- og menningarlífs landsmanna.  Hún er á vinstri bakka árinnar St. Paul á Mesurado-klettahryggnum.  Þaðan er gott útsýni yfir Atlantshafið og slétturnar umhverfis.  Borgin og úthverfi hennar ná yfir 13 ferkílómetra.  Gömlu húsin, sem minna á byggingarlistina í suðurríkjum BNA fyrir 1860, víkja smám saman fyrir nýjum.

Líberísku þjóðinni er skipt í þrjá aðalflokka, innfædda, sem komu frá Vestur-Súdan á síðmiðöldum, svarta innflytjendur frá BNA og Vestur-Indíum og aðra Svarta innflytjendur frá nágrannaríkjunum í Afríku.  Amerísku Líberíumennirnir eru nánast tengdir stofnun ríkisins.  Flestir þeirra fluttust til landsins á árunum 1820-1865 og fleiri hafa komið með hléum síðan.  Afkomendur þessa fólks var við völd í landinu þar til herinn gerði byltingu árið 1980.

Þjóðernishóparnir 16 skiptast í grófum dráttum í þrjá tungumálahópa, mande, kwa og mel.  Hinn fyrstnefndi býr aðallega í norðvestur- og miðhlutum landsins og líka í Senegal, Malí, Gíneu og Sierra Leone.  Vai-fólkið er fremst þessara hópa.  Það kom sér upp eigin stafrófi og talar líka ensku og arabísku.  Kpelle-fólkið, stærsti hópurinn af mandekyni, býr líka í Gíneu.  Lomafólkið býr líka í Gíneu.  Aðrir hópar eru gbandi, gio (dan), de, belle, krahn, mano, mende og malinke.  Innan kwahópsins er bassafólkið, sem er stærsti kynþáttur höfuðborgarinnar Monróvíu.  Kru- og grebofólkið var meðal hinna fyrstu til að taka kristni.  Kwa-mælandi hóparnir búa í suðurhluta landsins.  Melhópurinn nær til gola- og kissifólksins, sem býr líka í Sierra Leone.  Það hefur búið lengst í Líberíu og býr í norðurhlutanum og norðvestur strandhéruðunum
.

Líberíumenn er trúaðir.  Tveir þriðjungar þjóðarinnar eru kristnir, 15% múslimar og 20% játa önnur trúarbrögð, aðallega hin hefðbundu.  Flestir hinna kristnu er kpellefólk og næst kemur bassafólkið.  Múslimar finnast aðallega meðal mandefólksins í norðvesturhluta landsins.

Rúmlega 40% landsmanna eru yngri en 15 ára og aðeins 5% eru eldri en 65 ára.  Náttúrleg fjölgun er einhver hin mesta í Afríkulöndum sunnan Sahara og vegna þess, hve fáir flytjast frá landinu, er hún meðal hinnar mestu í heimi.  Lífslíkur eru í kringum 54 ár fyrir karla og 56 ár fyrir konur, sem er í hærri kantinum fyrir Afríkuland.  Næstum 40% íbúanna búa í þéttbýli og flótti úr sveitunum er töluverður, einkum til Monróvíu og bæja í grennd við gúmmítrjáaplantekrur og námur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM