Maseru, höfuðstaður
Lesótó, er eina borg landsins. Hún
er á vinstri bakka Kaledónár, nærri landamærunum að Fríríkishéraðinu
í Suður-Afríku. Árið
1869 stofnaði sótóhöfðinginn Mshweshwe I borgina í grennd við
fjallavirki sitt Thaba Bosiu en aðeins fáar byggingar frá 19. öldinni
standa þar enn þá. Lesótó
er tengt suðurafríska járnbrautakerfinu um stutta braut
Maseru-Marseilles tengingarinnar á Bloemfontein-KwaZulu-Natal-aðalleiðinni,
þannig að hægt er að flytja afurðir landbúnaðarins, aðrar vörur
og verkamenn milli staða. Maseru
er einnig í vega- og flugsambandi við aðra landshluta og Jóhannesarborg.
Þinghúsið og Hæstiréttur landsins eru í borginni svo og Ríkisútvarpið,
tækni- og landbúnaðarskóli (1955).
Ríkisháskólinn er í Roma, 24 km suðastan Maseru (1975).
Áætlaður íbúafjöldi í Maseru-Roma-Morjia árið 1995 var tæplega
300 þúsund. |