Kongó náttúran,
Flag of Congo, Democratic Republic of the


KONGÓ
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flóra og fána.  Gróđurfar Kongó er gríđarfjölbreytt og fer eftir loftslagi á hverjum stađ.  Í miđri Kongólćgđinni er flókiđ skógarkerfi, sem er almennt kallađ miđbaugsregnskógur.  Ţar ná trén 40-50 m hćđ og fjölbreytni plöntutegunda og afbrigđa er gífurleg á tiltölulega litlu svćđi.  Ţarna í hitabeltinu eru skógar og graslendi einkennandi en vestar eru fenjasvćđi međfram ströndinni og í árósum Kongófljóts, vaxin fenjatrjám.  Uppi á austurhásléttunum er graslendi og í efstu fjallahlíđum eru trjáskógar og ţéttar bambusbreiđur.

Miđlćgđin er heimur aragrúa trjá- og plöntutegunda, ţ.á.m. mahóní, íbenholt, limba, wenge, agba, iroko og sapele, sem eru verđmćtar tegundir nytjatrjáa.  Međal trefjaplantna eru raffíapálmar og sísalplöntur.  Lćkningaplöntur eru einnig algengar, s.s. kínínjurtin (cinchona) og rauwolfíarunninn (uppsölulyf, róandi lyf).  Ţá eru einnig trjátegundir til harpís- og gúmmívinnslu og fjöldi pálmategunda.  Mikill fjöldi ćtra sveppategunda vaxa villtar auk fjölda grćnmetistegunda í skógum, á gresjum og í fenjum.  Tröllatré voru flutt inn og gróđursett á hálendinu og eru notuđ sem byggingarefni.

Dýralífiđ er mjög fjölbreytt og einstaklingsfjöldi innan margra tegunda er mikill.  Simpansar halda sig ađ mestu í miđbaugsskógunum og górillur halda sig helzt í austurfjöllunum viđ Kivu-vatn.  Flílar og fjöldi apa- og babúnategunda eru í regn- og steppuskógunum.  Stuttu fílarnir finnast einungis í skógunum.

Í frumskógum Uele, Aruwimi og Ituri eru risavillisvín (okapi) og stutta antilópan.  Ljón og hlébarđar eru á gresjunum og sjakalar, hýenur, belttatígrar, villikettir, villihundar, buffalar, antilópur, villisvín og hvítir- og svartir nashyrningar eru á gresjum og steppum.  Gíraffar halda sig helzt á gresjunum í norđausturhluta landsins.

Flóđhestar og krókódílar eru algengir í ám og vötnum og hvalir, höfrungar og lungnafiskar synda fyrir ströndinni.  Urmull er af fiski í ám, vötnum og fenjum.  Skriđdýr og snákar eru algengir (pýton, höggormar og kóbraslöngur) og eđlur, kamelljón, salamöndrur, froskar og skjaldbökur.

Fuglafána landsins er stór, pelíkanar, páfagaukar, sólfuglar, dúfur, endur, gćsir, ernir, gammar, gaukar, uglur, trönur, storkar og svölur.  Skordýrategundir eru óteljandi.  Fiđrildagegundir skipta hundruđum og margar ţeirra eru í blóma á steppunum rétt áđur en regntíminn hefst.  Býflugur eru af öllum gerđum, engisprettur af mörgum og lirfur margra tegunda, bjöllur, drekaflugur, sporđdrekar, moskítóflugur, mýflugur, tsetse-flugur, maurar, termítar, köngullćr, margfćtlur og ţúsundfćtlur.

Dýralífiđ hefur látiđ á sjá vegna fyrri ofveiđa en nú er reynt ađ beita ströngum reglum og ađgerđum til ađ stjórna ţeim og hindra veiđiţjófnađ.  Margir ţjóđgarđar hafa veriđ stofnađir, flestir á austurhálendinu.  Ţar eru m.a. Garamba í nánd viđ súdönsku landamćrin, Virunga norđan Edwardsvatns í Virunga-fjöllum, Maiko, vestan Edwardsvatns, Kahuzi-Biega, norđan Bukavu, Upemba, norđan Manika-hásléttunnar og Kundelungu, í nánd viđ zambísku landamćrin norđaustan Lubumbashi.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM