Kenja skriđdýr lagardýr,


KENJA
SKRIĐDÝR og LAGARDÝR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nílarkrókódíll     (crocodylus niloticus) er mjög víđa í vötnum, ám og mýrum.  Honum hefur fćkkađ mikiđ vegna ágangs veiđimanna.  Oft sést mikill fjöldi ţeirra á og viđ Krókódílahöfđa neđan viđ Lugardfossa í Galanaánni í austurhluta Tsavoţjóđgarđsins.  Hin síđustu ár hefur krókódílum fjölgađ í Ewaso Nyiro (Samburu).  Nokkrir sjást alltaf viđ Msimalindir, viđ og í Flóđhestatjörnum í Nćróbíţjóđgarđinum og í og viđ Mara- og Tanaárnar.  Turkanavatniđ er einn af síđustu stóru griđastöđum krókódíla.

Eđlur
Nílarmónitoređlan (varanuns nulioticus).  Mónitoređlur geta orđiđ rúmlega 2 m langar.  Hún er ađallega međfram ám.  Hún grefur oft upp krókódílaegg og étur ţau.

Blettamónitoređlan (varanus niloticus) er oft á steppum og ţurru runnalendi og ţá alllangt frá vatni.

Gekkóeđlan hefur komiđ sér vel fyrir í híbýlum manna og sjúga sig gjarnan fastar uppi í loftum međ sogskálum.  Hún er sárameinlaus.

Klettaagama eđa regnbogaeđlan (agama agama) er víđa viđ og í mannabústöđum.  Karlkyniđ er blátt međ rautt höfuđ.  Ţađ er gaman ađ sjá litina verđa skćrari eđa dofna eftir ţví, hve dýrin eru stressuđ eđa afslöppuđ.

KamelljónAllnokkrar tegundir eru til af kamelljónum.  Sumar eru hyrndar.

Vatnsskjaldbökur eru algengar í lćkjum og ám og í hafinu.

Ţurrlendisskjaldbökur

Hlébarđaskjaldbakan (testudo pardalis) sést oft  í graslendi og á steppum.

Snákar
Gestir Kenja undrast oft, hve fáa snáka ţeir sjá í landinu.  Ţessi skriđdýr eru stygg og fara gjarnan huldu höfđi.  Sum ţeirra eru einungis á ferđinni á nóttunni.  Ţađ gerist sjaldan ađ akandi ferđamenn sjái snáka skríđa yfir vegi.  Fólk, sem býr í strjálbýlinu og er mikiđ á ferđinni gangandi, kemst fljótt ađ ţví, ađ ţađ er enginn skortur á ţessum dýrum.  Flestar hćttulegar og eitrađar tegundir snáka reyna ađ forđa sér, ţegar ţeir finna jörđina titra undan mannafótum.

Svarta mamban (dendroaspis polylepis) hefur illt orđ á sér fyrir árásir án tilefnis.  Slíkt gerist líklega, ţegar einhver er milli hennar og fylgsnis hennar.  Hún er ekki algeng í Kenja.

Skreppisnákur (bitis arietans) er algengur víđa um landiđ.  Hann er hćttulegasti snákur Kenja og vel felulitađur.  Venjulega forđar hann sér ekki, ţegar fólk nálgast, og bítur međ eldingarhrađa, ef honum finnst sér ógnađ.  Hann getur orđiđ allt ađ 2 m langur.

Svarthálskópra eđa hrákakópra (naja nigricollis) ver sig međ ţví ađ spýta eitri í andlit óvinarins.

Grćni trjásnákurinn (dis-pholidus typus) sést skríđa um á trjágreinum.  Eiturtennur hans eru svo aftarlega í munnholinu, ađ ţađ ţarf ađ stinga puttunum upp í hann til ađ hann bíti ađ gagni.

Klettapíton (python sebae) er fallegur snákur, sem er venjulega allt ađ 5 m langur.  Vitađ er um allt ađ 11 m löng dýr.  Ţótt hann sé útbreiddur og algengur, sést hann sjaldan.

Vatnadýr
Í ţessum flokki eru ađallega ormar, körtur og froskar, ekki eđlur eđa salamöndrur.

Trjáfroskurinn er pínulítill međ sogblöđkur á fótum.

Nautfroskurinn er allt ađ 26 sm langur.  Hann getur grafiđ sig í felur á 20 mínútum.

Klófroskurinn (xenopus laevus) heldur sig undantekningalítiđ í vatni.  Bolur hans er flatur, afturlimir stórir og framlimir litlir.  Hann hefur stórar svartar klćr á ţremur tám.  Karlkyniđ gefur frá sér skrölthljóđ, sem heyrist langar leiđir.

Ormar sjást sjaldan og halda sig oftast neđanjarđar, undir steinum eđa laufblöđum, í trjáfauskum eđa termítahaugum.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM