Tiko Kamerún,
Flag of Cameroon

 


TIKO
KAMERÚN

.

.

Utanríkisrnt.

Tiko er hafnarborg í suðvesturhluta Kamerún.  Hún er við Bimbia-ána við Gíneuflóa, 19 km austan Limbe (fyrrum Viktoría).  Dregið hefur úr athafnalífi við höfnina í kjölfar aukinnar samkeppni við Douala og Limbe en borgin er enn þá mikilvæg dreifingarmiðstöð fyrir plantekrurnar norðan hennar.  Kaffi, kakó, harðviður, bananar, gúmmí, ál, pálmaolía og kjarnar eru fluttir út um höfnina.  Iðnaður Tiko byggist á gúmmíverksmiðju, járnbræðslu og járnbrautaverkstæði.  Áætlaður íbúafjöldi 1987 var 23 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM