Kribi
er hafnarborg í Suðvestur-Kamerún.
Hún er við jaðar regnskógarins við Gíneuflóa (Atlantshaf).
Fílabein, kakó, timbur og kaffi er flutt út frá höfninni,
sem er einnig markaður fyrir afurðir bænda í nágrenninu og fisk.
Þarna eru fagrar sandstrendur og Campo-villidýrasvæðið
sunnan borgarinnar.
Kribiflugvöllur er skammt utan borgar og vegasamband er við Edéa
og Douala (í norðri) og Ebolowa (í austri).
Áætlaður íbúafjöldi 1984 var 18 þúsund. |