Bissau
er hafnarborg og höfuðstaður Gíneu-Bissau.
Portúgalar reistu sér virki og verzlunarstað með þræla þar
árið 1687.
Árið 1941 tók Bissau við höfuðborgarhlutverkinu af Bolama
og hefur síðan stækkað til norðvesturs og suðausturs meðfram Gêba-skipaskurðinum,
sem var grafinn fyrir djúpskreið og stór skip.
Miklar umbætur voru gerðar á hafnaraðstöðunni samhliða og
síðari hafnarbætur lágu m.a. í stækkun hafnarinnar og byggingu
frystihúsa.
Í borginni er lítill háskóli og rannsóknarstofur og skammt
utan hennar er millilandaflugvöllur.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1979 var rúmlega 105 þúsund. |