Mouila er borg við
Ngounié-ána og við veginn milli Lambaréné og Pointe-Noire í suðvesturhluta
Gabon. Hún er verzlunarmiðstöð
fyrir kassava, banana, kartöflur (yams), jarðhnetur og maís.
Kaffi og pálmaolía er mikilvægar útflutningsvörur og pálmaolíuverksmiðja
er rekin í Moabi, 56 km suðvestan Mouila.
Demantar finnast í Makongonio og gull í Ekété en framleiðsla
er lítil. Í borginni er rómversk-katólsk
kirkja og kennaraskóli, mótmælendakirkja, sjúkrahús og ríkisframhaldsskóli.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var tæplega 38 þúsund. |