Gabon íbúarnir,
Flag of Gabon


GABON
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Allir u.þ.b. 40 þjóðflokkar landsins nema nokkur þúsund pygmear tala bantumál og miðað við þau má skipta landsmönnum gróflega í 10 stórar fylkingar.  Myenefólkið, ásamt Mpongwe og Orungu, sem eru lítið brot af núverandi þjóð, hefur leikið stórt hlutverk í sögur landsins vegna búsetu sinnar á norðurströndinni.  Fangfólkið, sem er hluti af stærri heild fwondo- og pahouinfólksins og býr einnig í Suður-Kamerún og Miðbaugs-Gíneu, er nálægt því að vera þriðjungur þjóðarinnar.  Það býr noran Ogooué-árinnar.  Stærsti þjóðflokkurinn sunnan árinnar er sirafólkið (þ.m.t. eshira- og punufólkið), nzebifólkið og mbetefólkið.  Þessir þjóðflokkar mynda saman næstum helming þjóðarinnar.  Fámennari þjóðflokkar eru benga- og sekefólkið í norðvesturhorninu, kota- og tekefólkið í austurhlutanum og vilifólkið meðfram syðstu hlutum strandlengjunnar.

Mörg bantumálanna eru ekki ritmál.  Á 19. öldinni byggðu margir kristniboðar þau upp á latneska starfrófinu og þýddu biblíuna og spurningakver fyrir fylgjendur sína.  Stefna Frakka að takmarka notkun tungumála innfæddra einungis til framdráttar kristninnar kom í veg fyrir notkun og kynningu annarra bókmennta.  Vegna mikillar áherzlu á frönskukennslu talar þriðjungur landsmanna frönsku og rúmlega þriðjungur hefur vald á ritmálinu.

Kristnir Gabonmenn eru stór meirihlutahópur og rómversk-katólskir eru í kringum þrefalt fleiri en mótmælendur.  Þótt Gabonmenn fylli stöður biskupa, eru þeir mjög háðir erlendum kirkjuyfirvöldum, einkum prestum frönsku Heilagsandskirkjunnar.  Innfæddir prestar þjóna Evangelísku kirkjunni, stærsta trúfélagi mótmælenda, í öllum norðurhluta landsins.  Fleiri og vaxandi trúfélög eru til í suðvesturhlutanum, árósunum og allranyrztu landshlutinum.  Snemma á 20. öldinni litu bwiti-trúarbrögðin dagsins ljós.  Þau voru byggð á helgisiðum leynifélags með sama nafni og urðu til að efla samstöðu meðal meðlima Fangfólksins.  Meirihluti nokkurra þúsunda múslima landsins eru innflytjendur frá öðrum Afríkuríkjum.

Líkt og í öðrum löndum Mið-Afríku er strjálbýli einkennandi fyrir Gabon.  Allt frá árinu 1970 hefur þéttbýlisstöðum fjölgarð og þeir stækkað og íbúnum hefur fjölgar hraðar í samanburði við 50 árin þar á undan.  Ekki er vitað með vissu, hve mikil áhrif mikill fjöldi innflytjenda og farandverkafólks frá öðrum Afríkuríkjum eru í þessari þróun.  Þjóðin er tiltölulega ung, þar eð u.þ.b. helmingur hennar er yngri en 22 ára.  Lífslíkur kvenna eru 53 ár og karla 50 ár, sem er nálægt meðallagi álfunnar.

 TIL BAKA      Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir             HEIM