Fílabeinsströndin náttúran,
Flag of Cote d'Ivoire


FÍLABEINSSTRÖNDIN
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Verðmætar trjátegundir vaxa í regnskógi hitabeltisins í suðurhlutanum, s.s. afrískt mahóní og tekk (iroko).  Mikilvæg miðstöð skógræktarinnar er í þjóðgarðinum Banco í grennd við Abidjan.

Fána skógarbeltisins er lík því, sem gerist í nágrannaríkinu Ghana, þótt stóru hófdýrin vanti, að undanskilinni bongo-antelópunni og skógarbuffalanum.  Einnig eru sex tegundir dvergantelópna.  Risaskógarsvínið er víða að finna, þótt það sé hvergi algengt en rauðársvínið er algengt.  Manatí-hvalinn er líklega að finna í nokkrum ám.  Á skógasteppunum í norðurhlutanum eru í kringum 10 tegundir antelópna auk ljóna og strjálla fílahjarða.  Mikið dýralíf er í Komoé-þjóðgarðinum í norðausturhlutanum.  Dvergflóðhestar hafast við í Taï-þjóðgarðinum í grennd við landamærin að Líberíu.

 TIL BAKA      Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir             HEIM