Asmara, höfuðborg Eritreu, er á
norðurenda eþíópsku hásléttunnar í 2325 m hæð yfir sjó.
Um hana liggur eritreska járnbrautin og millilandaflugvöllurinn
4 km suðaustan hennar var byggður 1962.
Hafbarborg hennar við Rauðahafið er Massawa (65 km norðaustar).
Þarna stóð áður þorp Tigre-fólksins, sem varð höfuðborg
ítölsku nýlendunnar Eritreu árið 1900 og var lítil nýlenduborg
til ársins 1934. Hún var
aðalmistöð innrásarhers Ítala í Eþíópíu árið 1935 og óx og
dafnaði sem aðalborg Austur-Afríku.
Asmara var undir brezkri stjórn frá 1941 þar til sambandsríkið
Eritrea og Eþíópía var stofnað 1952 og á árunum 1942-77 var þar
Kagnew-fjarskiptastöð Bandaríkjamanna.
Asmara varð höfuðborg Eritreu árið 1993.
Skipulag borgarinnar er gott og miðja
hennar liggur um pálmum prýdda aðalgötuna með katólskri dómkirkju
(1922) og Stórumosku (1937). Meðal
annarra merkra bygginga er fyrrum höll, sem hýsir nú ríkisstofnanir,
þinghúsið og byggingar borgaryfirvalda.
St Mary er dómkirkja rétttrúaðra katólskra.
Háskóli borgarinnar var stofnaður árið 1958 en fékk ekki réttindi
sem háskóli fyrr en 1968. Í
borginni er almenningsbókasafn og fjöldi framhaldsskóla.
Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru vefnaðarvörur,
skófatnaður og gosdrykkir. Hún
er miðstöð markaðsviðskipta og litunar húða.
Helmingur íbúanna er múslimar og hinn helmingurinn kristinn.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var 400 þúsund. |