31
f.Kr.
Oktavianus fór
í herför gegn Antoníusi. Eftir orrustuna við Aktium og hernám Alexandríu framdi
Antoníus sjálfsmorð og Kleopatra einnig með slöngubiti.
Þannig varð Egyptaland að rómverskri nýlendu undir beinni
stjórn keisarans, sem setti landstjóra (prefectus) yfir landið.
Rómversk yfirráð (30 f.Kr. - 395 e.Kr.).
Egyptar tóku rómversku keisurunum sem eftirmönnum faraóanna
og héldu uppi ímynd egypzks ríkis í þeirri trú.
Kristni festi fljótt rætur í Egyptalandi.
30
- 29 f.Kr.
Kornelíus Gallus,
fyrsti landstjórinn, kæfði uppreisn í Efra-Egyptalandi og barðist
við Eþíópíumenn. Hann
féll í ónáð keisarans árið 27, var kvaddur heim, en framdi sjálfsmorð.
Ágústínus keisari festi ársalmanak í sessi.
27
f.Kr.
Oktavianus
varð keisari alls róverska ríkisins undir nafninu Ágústus.
24
f.Kr.
Eþíópíumenn
gerðu innrás undir stjórn Kandake drottningar.
14
- 37 e.Kr.
Tíberíus keisari. Hann lét reisa Sebaseum.
30
e.Kr.
Dauði Krists á
krossinum.
37
- 41
Kaligula keisari.
Ósætti milli Hellena og gyðinga í Alexandríu.
41
- 54
Kládíus keisarai hóf
byggingu anddyris Esnahofsins og hofs á Philae.
54
- 68
Neró keisari.
Egyptaland varð miðstöð viðskipta milli Indlands og Rómar.
64
Páll postuli hálshöggvinn
í Róm.
68
- 69
Galba Otho
Vitellius.
69
- 79
Vespasian lýstur
keisari í Alexandríu.
81
- 96
Domitian studdi ísis-
og sarapistrú í Róm.
96
- 98
Nerva.
98
- 117
Trajan keisari.
'Amnis Traianus'-skurðurinn milli Nílar og Rauðahafsins opnaður.
117
- 138
Hadrían keisari heimsótti
Egyptaland árið 130. Vinur
hans, Antoníus, drukknaði í Níl.
Honum til heiðurs var borgin Aninoupolis stofnuð.
138
- 161 Antoníus Pius keisari.
150 Stjörnu- og stærðfræðingurinn
Ptolemeus starfaði í Alexandríu.
161
- 180
Markús Árelíus
keisari (til 169 með Verus).
172
-173
Uppreisn búkola,
nautgripabænda í merskilandinu austan Alexandríu.
Avidius Cassius bældi hana
niður.
175
Egypzkar
hersveitir kusu Avidius Cassius til keisara en hann var myrtur í Sýrlandi.
176
Markús Árelíus
heimsótti Egyptaland.
180
- 192
Kommodus keisari.
193
- 211
Septimus Severus
keisari.
204
Játning
kristinnar trúar bönnuð. Fjöldi
kristinna safnaða í óshólmunum.
211
- 217
Caracalla heimsótti
Egyptaland. Blóðbað í
Alexandríu.
212
Antoníska stjórnarskráin
færði borgurum í nýlendunum jafnan rétt á við Rómverja.
217
- 218
Mcrinus myrti Caracalla
og Egyptar viðurkenndu hann sem keisara.
Að honum látnum var barizt um eftirmann hans í Alexandríu.
249
- 251
Decius keisari.
Kristnir ofsóttir.
253
- 261
Valerianus ofsótti
kristna.
260
- 268
Callienus veitti
kristnum nokkurs konar viðurkenningu.
Pest í Egyptalandi.
260
Macrianus viðurkenndur
keisari Egyptalands. Féll
í orrustu gegn Domitian í Illyríu.
265
Hersveitir í
Alexandríu gerðu Emilianus (Alexander) að keisara í Alexandríu. Þjóðin
viðurkenndi hann en rómverskar hersveitir sigruðu hann og kyrktu.
268
- 270
Kládíus II keisari.
270
- 275
Árelían.
284
- 305
Diokletian.
303
Kristnir ofsóttir.
324
- 337
Konstantín mikli
keisari var hliðhollur kristnum. Endurskipulagning
egypzku stjórnarinnar.
Egyptaland gert að biskupsdæmi og skipt í 6 héruð.
474
- 491
Zeno.
491
- 518
Anastasíus.
502
Hungursneyð.
527
- 565
Justinian.
610
- 641
Heraclius.
619
Innrás Persa
undir Krösusi. Alexandría
féll. Krösus ríkti á
mildan hátt.
622
Mohammed gekk frá
Mekka til Medina. Upphaf tímatals
múslima.
626
Heraklíus rak
Persa brott.
632
Arabar hófu
landvinninga í Sýrlandi. Abu
Behr lézt. Ómar II kalífi.
636
Ótvíræður
sigur araba á Byzantinum við Jarmuk.
Fall Damaskus.
637
Sigur araba á
Persum við El-Kadisija. Fall
Ktesiphion. Endalok
Sassanidaríkisins.
638
Fall Jerúsalem.
Ómar í Sýrlandi.
640
- 968
Egyptaland hluti kalífaríkisins.
Islam breiddist út. Trúfrelsi.
640
Amr Ibn El-As,
hershöfðingi Ómars kalífa lagði Pelusium undir sig og sigraði
byzana við Heliopolis.
868
- 905
Egyptaland sjálfstætt
ríki um skamma hríð.
1218
Fimmti
krossfaraherinn lagði Damietta undir sig til ársins 1221.
1312
Jarðskjálfti eyðilagði
Kaíró.
1517
- 1882
Tyrknesk yfirráð.
1798
Napóleon
Bonaparte kom til Alexandríu til að eyðileggja viðskipti Englendinga
við Miðjarðarhaf og draga úr völdum þeirra í Indlandi.
Hann sigraði mamelúkaherinn í innrásinni í Alexandríu í
orrustunni við pýramídana. Skömmu
síðar beið floti hans ósigur gegn Nelson við Abukir.
1799
lagði Napóleon
Mið- og Efra-Egyptaland undir sig og sigraði Tyrki við Abukir.
Síðan snéri hann heim til Frakklands.
1800
sigraði Kléber
hershöfðingi Tyrki við Matarija en var myrtur í Kaíró.
1801
Frakkar gáfust
upp fyrir enskum her.
1807
sigraði Muhammed
Ali Breta með aðstoð mamelúka og rak þá úr landi.
1863
- 1879
Ismail, menntaður í
Frakklandi, stóð fyrir mörgum nýjungum, verksmiðjum, skipaskurðum,
brúm, járnbrautum, ritsíma og pósti.
Súesskurður opnaður 1869.
1882
lögðu brezkar og
franskar herdeildir Alexandríu undir sig til verndar Evrópubúum búsettum
þar. Síðan hefur enskra
áhrifa gætt í borginni.
1882
- 1922
Egyptaland undir brezkri
stjórn. Blóðugar óeirðir
og andstaða gegn Bretum.
1885
Bretar festu sig
í sessi. Samningar við
Frakka um hlutleysi Súesskurðar.
1892
kom Abbas II,
sonur Taufiks, til valda, sem voru mjög skert af Bretum.
1914
Fyrri heimsstyrjöldin.
Egyptaland lýsir yfir stríði gegn miðveldunum.
Alexandría flotastöð Breta við Miðjarðarhaf.
Egyptalandi breytt í verndarsvæði.
1915
- 1917
Senussar, undir stjórn
Sidi sjeiks, réðust á vesturlandamæri Eygptalands.
Tyrkir réðust án árangurs á Súesskurð.
1917
héldu Bretar af
stað til Palestínu.
1918
Vopnahlé við
Tyrki. Bandamenn sömdu um
vopnahlé við Þýzkaland.
1919
Þjóðernissinnar
krefjast fulls sjálfstæðis.
15/3
1922
viðurkenndi brezka þingið
sjálfstæði Egyptalands með þeim skilyrðum, a) að tryggt yrði
samband við brezka heimsveldið, b) að Bretar sæju um varnir
Egyptalands, c) að evrópskir hagsmunir í landinu yrðu tryggðir og
d) að Súdanmálið yrði leyst. Ahmed
Fuad soldán varð konungur (Fuad I).
1922
- 1952
Egyptaland konungsríki
eftir meira en fjögurra alda erlenda stjórn.
19/4
1922
Stjórnarskrá.
Erfðaeinveldi.
1923
Fyrstu almennu
kosningarnar í Egyptalandi.
1924
Fyrsta þing
Egyptalands.
1936
samþykktu Bretar
að draga her sinn frá Egyptalandi en voru um kyrrt við Súesskurð.
Farúk konungur.
1937
gekk Egyptaland
í Þjóðabandalagið. Forréttindi
útlendinga afnumin.
1939
þvinguðu Bretar
Egypta til þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni.
Þar með varð landið að vígvelli (El-Alamein).
1948
tók Egyptland
þátt í Palestínustríðinu með miklum óförum.
1949
skipulagði Gamal
Abel Nasser andspyrnu herforingja gegn einveldinu.
1951
- 1952
Vaxandi erfiðleikar í
viðskiptum. Herinn
efldist.
1952
gerði Nasser
hallarbyltingu með hernum. Farúk
í útlegð til Ítalíu. Valdi
aðals og landeigenda hnekkt.
18/6
1954
var lýst yfir lýðræði.
Nasser forseti. Róttækir
kommúnistar og klerkar bannaðir.
1955
Hlutleysisyfirlýsing.
Egyptaland snéri sér frá vesturveldunum til Sovjetríkjanna
og Kína.
1956
Nasser kosinn forseti.
Súesskurður þjóðnýttur.
19/10
-
Bretar og Frakkar gripu
inn í bardaga Egypta og Ísraela við Súesskurð.
Stríðs-
6/11
1956
aðilar sættu sig við
hlutlausa umferð um skurðinn undir eftirliti Sameinuðu þj.
1967
Sex daga stríðið
(5. - 10. júní) við Ísrael. Egyptar
töpuðu Sínaískaga. Umferð
um Súesskurð lagðist niður.
1970
Óvænt fráfall
Nassers. Við tók Anwar
el-Sadat. Asvanstíflunni
lokið.
1971
Sadat snýr sér
til vesturs.
1972
17.000 sovjezkum
hernaðarráðgjöfum vísað úr landi.
1973
Jom-Kippurstríðið
styrkti Sadat í sessi og opnaði möguleika til friðarumleitana við
Ísrael.
1977
Stjórnmálaflokkar
leyfðir. Bann við kröfugöngum
og verkföllum. Verðhækkanir
á nauðsynjavörum.
19-20/11
1977
Söguleg ferð Sadats
til Jerúsalem til að sýna friðarvilja.
1978
Sadat fékk stuðningsyfirlýsingu
þjóðarinnar í kosningum.
26/3
1979
Friðarsamningar við Ísrael.
Ísraelar skiluðu aftur hernumdum svæðum til ársins 1972,
nema Gaza.
1980
Arababandalagið stofnað
gegn friðarsamningum Egypta og Ísraela.
Öfgasinnaðir múslimar risu upp.
Hinn 6. oktober var Sadat myrtur og Mubarak tók við. |