Tveir stærstu þjóðfélagshóparnir
eru Sómalar og Afar. Báðir
eru sunnítar og tala skyld austur-kússítatungumál, þótt þeir
skilji ekki hvorn annan.
Afarnir (Denakil eða Danakil) tala
tungu, sem blandast mállýzku Saho.
Saho-Afar er venjulega flokkað sem austur-kússískt tungumál
af afro-asískum stofni. Afarnir
búa á strjálbýlum svæðum vestan og norðan Tadjoura-flóa. Þetta svæði nær yfir hluta nokkurra fyrri soldánadæma
þeirra. Hlutverk soldánsins
nú á dögum er að mestu bundið gömlum hefðum og stéttaskiptingin
innan þessa þjóðfélagshóps er á undanhaldi.
Sómalarnir, sem tala einnig
austur-kússískt mál, búa aðallega í höfuðborginni og suðausturhluta
landsins. Þeir halda tryggð
við stórfjölskylduna. Rúmlega
helmingur þeirra eru af Issafjölskyldunni og flestir hinna eru af
Gadaboursi- og Issaqfjölskyldunum.
Dibouti-borg hefur löngum verið aðsetur araba
frá Jemen og þar býr einnig fjöldi tæknimenntaðra ráðgjafa frá
Frakklandi auk hermanna. Síðustu
áratugina hafa Eþíópar, Grikkir og Ítalar bætzt í hópinn. |