Djiboutiborg Djibouti,
Flag of Djibouti


DJIBOUTIBORG
DJIBOUTI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Djibouti, höfuðborg lýðveldisins Djibouti, er við Tadjoura-flóa, sem gengur inn úr Adenflóa.  Borgin stendur á þremur sléttum svæðum (Djibouti, Serpent og Marabout), sem eru tengd skipabrúm, og yfirbragð hennar er bæði gamalt og nýtt.  Stjórnsýsluhöllin prýðir Menilek-torgið.  Í hverfi innfæddra er velþekktur úlfaldamarkaður.  Loftslagið er þurrt og heitt.  Neyzluvatn fæst úr neðanjarðaránni Houmbouli.

Léonce Lagarde, fyrsti landstjóri Franska-Sómalílands, eins og landið hét, gerði Dijbouti að hafnarborg í kringum 1888.  Skömmu eftir að hún varð höfuðborg nýlendunnar 1892 var lagning járnbrautar hafin til Addis Ababa í Eþíópíu (1917).  Höfnin er landlukt, nær yfir 65 hektara og er milli 12 og 20 m djúp.  Hún varð fríverzlunarhöfn 1949 og gegnir veigamiklu hlutverki í verzlun milli Eþíópíu og Rauðahafs og birgða- og eldsneytismiðstöð.  Á árunum 1967-75, á meðan Súesskurðurinn var lokaður, dró verulega úr viðskiptum í gegnum Djibouti og efnahagurinn hnignaði.  Þurrkar og stríð á níunda áratugnum og fyrstu árum hins tíunda ollu flóttamannastraumi til Djibouti frá Sómalíu og Eþíópíu og olli vaxandi efnahagsþrenginum.  Flestir íbúar borgarinnar eru Afar (Danakil), Issa-Sómalar, arabar, Evrópumenn (Frakkar) og Asíufólk.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 317 þúsund.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM