Moroni Comoros,
Flag of Comoros

Booking.com


MORONI
COMOROS
.

.

Utanríkisrnt.

Moroni, höfuðborg Kómóroseyja, er á suðvesturenda Stóru-Kómóroseyjar við norðurenda Mósambíksunds.  Hún er stærsta þéttbýli landsins og aðalhafnarborgin.  Aðalinnflutningurinn um hana er matvæli og helztu útflutningsvörurnar eru vanilla, kakó og kaffi.  Yfirbragð borgarinnar er að mestu arabískt og þar eru margar fallegar moskur.  Hún óx og dafnaði fyrir 16. öld sem verzlunarstaður arabískra kaupmanna.  Frakkar náðu yfirráðum á Kómóroseyjum á 19. öld og borgin var höfuðborg franskra yfirvalda á árunum 1947-75, þegar landið fékk sjálfstæði.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 23 þúsund.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM