N'Djamena Chad,
Flag of Chad


N’DJAMENA
CHAD

.

.

Utanríkisrnt.

N'Djamena, fyrrum Fort-Lamy, er höfuðborg Chad og Chari-Baguirmi-héraðs við Chari-ána, þar sem hún sameinast Logone-ánni.  Hún er stjórnsýslusetur og menningarmiðstöð þessa landlukta ríkis.  Kjötvinnsla er mikilvægur atvinnuvegur.  Um borgina liggja nokkrir aðalvegir í ýmsar áttir og skammt utan hennar er millilandaflugvöllur.  Stóra moskan (1974-78) er aðalkennileiti hennar og flestir íbúarnir eru múslimar.  Meðal annarra áberandi bygginga eru dómkirkjan frá franska nýlendutímanum, safn og rústir hinnar fornu Sao-menningar.  Ríkisháskólinn var stofnaður 1971 og Stjórnsýsluskólinn 1963.  Frakkar byggðu þarna virki (Fort-Lamy) árið 1900 og umhverfis það þróaðist borgin smám saman sem stjórnsýslusetur og aðalherstöð Frakka í Vestur-Afríku.  Hún varð höfuðborg sjálfstæðs ríkis árið 1960 og fékk núverandi nafn árið 1973.  Síðla á áttunda áratugi 20. aldar og snemma á hinum níunda urðu þar blóðug átök milli pólitískra fylkinga.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var 531 þúsund.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM