Moundou Chad,
Flag of Chad

 


MOUNDOU
CHAD

.

.

Utanríkisrnt.

Moundou er höfuðborg Logone Occidental-héraðs við Mbéré-ána.  Hún er miðstöð menningar og viðskipta Sara-fólksins við brautamót, sem tengja hana við Yaoundé í Kamerún og norðausturhluta landsins.  Umhverfis hana er mikil ræktun baðmullar og hrísgrjóna og innan borgarmarkanna er stunduð bruggun bjórs og fiskvinnsla.  Þar er kennaraskóli.  Fram til 1946 var borgin hluti frönsku nýlendunnar Ubangi-Shari, sem er nú Miðafríkulýðveldið.  Áætlaður íbúafjöldi 1993 var rúmlega 282 þúsund.





 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM