Abéché Chad,
Flag of Chad

 


ABÉCHÉ
CHAD

.

.

Utanríkisrnt.

Abéché er mikilvæg verzlunarborg í miðju landi.  Vegasamband við Súdan í austri og úlfaldalestir norður til Líbýju gerir kleif viðskipti með kvikfé, þurrkaðan fisk, húðir og skinn, arabískt gúmmí, döðlur, salt, litarefni og vefnaðarvörur.  Abéché er í sauðfjár- og landbúnaðarhéraði og þar eru kjötvinnslur.  Þar er einnig háskóli.  Borgin var höfuðborg sjálfstæðs soldánsdæmis á 16. öld og Wadai-konungsríkisins á 19. öld.  Hún var alræmd miðstöð þrælasölu í u.þ.b. 3 aldir.  Nafn borgarinnar er stundum ritað Abeshr eða Abéchér.  Áætlaður íbúafjöldi 1993 var tæplega 187 þúsund.




 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM