Grænhöfðaeyjar Cape Verde stjórnarhættir,
Flag of Cape Verde


CAPE VERDE
STJÓRNARHÆTTIR

.

.

Utanríkisrnt.

 

Grænhöfðaeyjar eru fjölflokka lýðveldi með stjórnarskrá, sem gekk í gildi árið 1992.  Forsetinn er þjóðhöfðingi og kosinn í beinum kosningum til fimm ára í senn.  Löggjafarvaldið er í höndum einnar deildar þings, sem velur forsætisráðherra.  Hæstiréttur hefur yfirumsjón með dómskerfinu.

Takmarkað almannatryggingakerfi hefur verið byggt upp og heilbrigðisþjónusta er kominn af stað.  Heilsufar eyjaskeggja er fremur bágborið en samt mun betra en annars staðar í Vestur-Afríku.  Slök heilbrigðisþjónusta og sorphirða og almennur næringarskortur valda hárri tíðni sýkinga og sjúkdóma, sem sníkjudýr valda, einkum berklum, lungnabólgu, bronchitis og meltingar- og barnasjúkdómum.  Lífslíkur eru í kringum 62 ár og barnadauði er hinn lægsti í Vestur-Afríku.

Skólaskylda gildir á aldrinum 7-14 ára og u.þ.b. 90% barna á skólaaldri stunda barnaskóla.  Æðra nám verður að stunda erlendis, einkum í Portúgal.

Kreólamenningin er rík á Grænhöfðaeyjum og hefur getið af sér bókmenntir og tónlist.  Hin þunglyndislega Momas-tónlist og Crioulo-ljóð eru einkennandi fyrir eyjarnar.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM