Fogoeyja er ein Grænhöfðaeyjanna
í Atlantshafi, u.þ.b. 640 km frá ströndum Vestur-Afríku milli
eyjanna SãoTiago (Santiago) og Brava.
Flatarmál hennar er 476 km².
Virkt eldfjall hennar, Pico (2829m) er hæsti punktur eyjanna.
Á norður- og vesturhlutum eyjarinnar eru ræktaðar jarðhnetur,
baunir, kaffi, glóaldin og tóbak.
Aðalborgin er São Filipe á vesturströndinni.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1980 var rúmlega 31 þúsund. |