Hæðótt landslagið í Búrúndí
er óhagstætt myndun þorpa og þéttbýliskjarna, þannig að
einangrun er einkennandi. Þessir
búskaparhættir hafa valdið einangrun og stuðlað að stöðugum árekstrum
milli hutu- og tutsi-þjóðflokkanna.
Hið hefðbunda búsetuform byggist á stórfjölskyldubyggð í
býkúpukofum innan skjólgarðs, sem er oft hulinn bananaplöntum.
Þrátt fyrir þetta búsetuform, er Búrúndi meðal þéttbýlustu
landa Afríku. Borgarkjarnar
eru fáir og eina undantekningin er Gitega í suðvesturhlutanum og
Bujumbura, höfuðborgin, meðfram enda Tanganyika-vatns.
Borgarastríð hófst í landinu um miðjan tíunda áratug 20.
aldar og þúsundir hutumanna hafa neyðzt til að koma sér fyrir í flóttamannabúðum
víða um land og nágrannaríkjunum.
Hutu- og tutsimenn
eru helztu þjóðflokkar
landsins, hinir fyrrnefndu í miklum meirihluta.
Önnur smærri þjóðarbrot eru twadvergarnir, afkomendur
prinsafjöldkyldna (ganawa), og nokkriri swahilimælandi smáhópar frá
Tansaníu og Kongó. Tutsifólkið
er yfirleitt hávaxið og tignarlegt og hutufólkið lág- og þéttvaxið
en samt líkamseinkennalaust. Það
er skylt tutsi-himafólkinu í suðurhlutanum og tutsi-banyarugurufólkinu,
sem býr aðallega í norðurhlutanum.
Her landsins er að mestu mannaður tutsi-himamönnum.
Hutu- og tutsimenn hafa búið við gagnkvæma óbeit, vantraust
og ótta. Ýmsir evrópskir
hagsmunahópar ólu á og hagnýttu sér þessa stöðu á nýlendutímanum
um allt landið. Hvernig
svo sem þetta ástand hófst, hefur það leitt til mikilla og blóðugra
óeirða og fjöldamorða.
Rundi, sem er bantutungumál, er
sameiginlegasta tungan um allt land.
Það er óalgengt meðal þjóðflokka í Afríku, að heil þjóð
af mismunandi uppruna eigi sér sameiginlega tungu.
Franska er opinbert tungumál landsins ásamt rundi.
Swahili er viðskiptatungan, sem er útbreidd í Bujumbura ásamt
frönsku.
Kristni
á sér tiltölulega marga fylgjendur í landinu. Næstum 40% kristinna eru rómversk-katólskir.
Stór minnihlutahópur þeirra iðka einnig hefðbundin trúarbrögð.
Eftir 1970 hefur samband kirkju og ríkis verið mesti
spennuvaldurinn milli mismunandi þjóðarbrota.
Á dögum annars lýðveldisins (1976-87) beitti ríkisstjórnin
katólsku kirkjuna ýmsu harðræði til að draga úr félagslegum áhrifum
hennar (menntun o.fl.). Þessar
aðgerðir voru sagðar þáttur í aðgerðum tutsimanna gegn hutumönnum.
Eftir byltingu hersins 1987, var dregið úr þessum aðgerðum
um tíma, þótt margir tutsimenn líti hana hornauga sem niðurrifsafl
í landinu.
Meðalfæðingatíðni og barnadauði er hærri
í Búrúndí en öðrum Afríkulöndum.
Íbúum landsins fjölgar hægar en annars staðar, m.a. vegna fjöldamorða.
Næstum helmingur þjóðarinnar er yngri en 15 ára, sem tryggir
áframhaldandi háa fæðingatíðni. Lítill hluti þjóðarinnar býr í þéttbýli og flestir
þéttbýlinga búa í Bujumbura. Lífslíkur
íbúanna eru 46 ár, sem er með því lægsta í álfunni. |