Íbúar landsins búa aðallega í
kringum hæðahryggi austur-hareveld og meðfram ánum í norðurhlutanum
með búsmala sinn. Nálega
þriðjungur þjóðarinnar býr í dreifðum sveitaþorpum, sem eru
oftast byggð í kringum kvikfjárréttir.
Rúmlega helmingur Botswanamanna býr í slíkum þorpum, sem
hafa fleiri en 1000 íbúa auk borga, sem hafa allt að 40.000 íbúa.
Landnýting og þorpagerð í austur-hardveld var hefðbundin.
Þorpin voru hringlaga umhverfis miðstöðvar þeirra.
Fjölskyldurnar áttu aðalaðsetur þar og flestir meðlimir þeirra
bjuggu þar allt árið og stunduðu árstíðabundna ræktun á ökrum
í 1-2 daga göngufjarlægð. Búfénaði
fjölskyldnanna var beitt í nokkurra daga göngufjarlægð frá þorpunum
og handan beitilandanna voru veiðilendur.
Þorp og borgir landsins eru enn
þá skipulagðar umhverfis miðsvæði (kgotla) og nautgriparéttir
(kraal) erfðahöfðingjanna og er skipt í hverfi með eigin miðsvæði
með eigin kgotla og kraal. Nútímavegir
hafa í mörgum tilfellum verið lagðir (aðallega eftir 1970) þvert
í gegnum þessar byggðir og skólar, skrifstofuhús, verzlanir og krár
reistar við þá. Hin hefðbundnu
stráþök og leirhús hafa smám saman vikið fyrir múrsteinshúsum með
bárujárnsþökum.
Tvær stærstu borga Botswana,
Francistown (1897) og Lobatse (1902) voru upphaflega lítlir bæir við
járnbrautina, sem tengdist landbúnaðarhéruðum hvítra manna.
Báðar þróuðust í átt að þjónustumiðstöðvum eftir
1950. Höfuðborgin
Gaborone var stofnuð 1964 og íbúum fjölgaði þar ört.
Selebi-Phikwe (1971) og Jwaneng (1979) eru einu alvörunámubæirnir.
Litli demantabærinn Orapa (1971) er undir stjórn stórfyrirtækis
og umgirt háum öryggisgirðingum.
Nýjasti námubærinn, Sua (1991) er í Austur-Makgadikgadi.
Stærsti þjóðflokkur landsins er
Tswana. Öll þjóðin ber
nafnið Batswana (eintala: Motswana) óháð uppruna íbúanna.
Þjóðflokkamanntal hefur ekki farið fram síðan 1946 en líklega
er tæpur helmingur þjóðarinnar af Tswanastofni.
Fjöldi Tswanamanna er mun meiri í Suður-Afríku.
Fyrrum áttu Tswanamenn átta ríki, sem réðu mestum hluta núverandi
Botswana á 19. öld. Í suðausturhluta
landsins eru Khalagarimenn (í Vestur-Sotho), sem hafa svipaða stöðu
og Tswanamenn. Ngwatomenn
í miðju austanverðu landinu eru aðeins að fimmtungi af Tswanastofni.
Helztu þjóðflokkar landsins eru Khalagari, Tswapong og Birwa (báðir
í Norður-Sotho) og Kalanga (í Vestur-Shona).
Yfirráðasvæði Klangafólksins í austurhlutanum hafa ekki að
fullu verið innlimuð í landið vegna andstöðu íbúanna.
Tawanaríkið í norðvesturhluta Botswana hefur
sízt allra svæða landsins orðið aðsetur fólks af blönduðum
uppruna. Flestir íbúanna
eru af kyni Yei og Mbukushu, sem eru skyld fólki, sem býr á Kaprivisvæðinu
í Angóla og Simbabwe í norðri.
Fámennari hópar Mbanderu og Herero eiga fleiri nánari
skyldmenni handan landamæra Namibíu.
Subiyafólkið, sem býr meðfram Chobe, er náskylt fólkinu á
Caprivisvæðinu í Angóla og í Sambíu.
Bretar ráku það á brott frá Tawana-verndarsvæðinu.
Litlir og dreifðir
hópar Khoisanfólks býr í suðvesturhlutum Botswana og einnig annars
staðar með öðrum þjóðarbrotum.
Þetta fólk talar tungur, sem hafa samnefnið Khoe eða Khwe og
San og myndar samfélög með eigin höfðingjum og búfénaði.
Hinir fátækari meðal þess vinna gjarnan fyrir Tswanamenn og
hvíta bændur. Hvítir
landnemar, aðallega Afríkanar og færri enskir, settust að í
landamærahéruðunum og voru færri en 3000 á nýlendutímanum.
Kristnin barst til landsins úr suðri með trúboðum (David
Livingstone) og var gerð að þjóðtrú hinna átta Tswanaríkja í
lok 19. aldar. Trúar- og
lækningasiðir innfæddra eru í anda forfeðranna og hafa að sumu
leyti blandast kristindómnum. Öflugustu
trúfélögin nú um stundir eru Síon meðal verkafólks og
rómversk-katólska kirkjan í sveitaþorpum auk meþódista, hollenzku
siðbótarkirkjunnar og anglikönsku kirkjunnar.
Hópar folks eru múslimar, kvekarar, hindú og Baha’i.
Fyrsta alvörumanntalið fór fram
í landinu árið 1964. Þá
var niðurstaðan 550.000, þar af 35.000 farandverkamenn, aðallega í
Suður-Afríku. Eftir 1964
hefur íbúunum fjölgað um 3,4% á ári.
Dregið hefur úr möguleikum til starfa í Suður-Afríku vegna
hertra reglna og fleiri starfa heimafyrir. Á árunum 1950-1980 veitti
landið fjölda flóttamanna frá Suður-Afríku, Angóla og Zimbabwe
borgararéttindi.
Aldurs- og kynskipting íbúanna er óljós en meðalaldurinn er lágur,
u.þ.b. fimmtungur undir 5 ára aldri og nærri helmingur þjóðarinnar
er yngri en 15 ára. Konur
eru fleiri en karlmenn í eldri aldurshópum.
Meðal yngra fólksins er meira jafnræði vegna þess, hve mikið
hefur dregið úr barnadauða. Samkvæmt
manntalinu 1991 hafa lífslíkur batnað verulega.
Konur geta vænzt þess að verða 63,1 árs og karlar 57 ára
(1981: konur 61,2, karlar
54,7). Botswana er eina Afríkuríkið,
sem býr við lækkandi fæðingartíðni samfara auknum lífslíkum. |