Angóla stjórnsýsla,
Flag of Angola


ANGÓLA
STJÓRNSÝSLAN

.

.

Utanríkisrnt.

Einræðisstjórnin í Portúgal stjórnaði nýlendunni frá 1926 og valdaskiptin fóru fram á kosninga, þegar landið fékk sjálfstæði.  MPLA-hreyfingin (Movimento Popular de Libertação de Angola) hrifsaði völdin í aðalborgunum með vopnavaldi og stjórnarskráin frá 11. nóvember 1975, með breytingum frá 1976, kveður á um einsflokks ríki að austurevrópskum hætti.  Árið 1977 varð MPLA opinberlega að marxískum framvarðaflokki, sem varð verulega háður Sovétríkjunum og Kúbu.  Kúba lagði til hersveitir, sem börðust með sveitum MPLA gegn UNITA (União Nacional para a Independência Total de Angola).  Styrjöldin virtist endalaus og efnahagskerfið hrundi að mestu leyti.  Árið 1985 hóf MPLA efnahagsumbætur og hallaði sér æ meir að Vesturlöndum.  Kúbversku hersveitirnar hurfu heim á árunum 1988 og 1989.  Suður-Afríka viðurkenndi sjálfstæði Namibíu skömmu síðar og árið 1990 sagði MPLA skilið við marx-lenínismann.  Borgarastyrjöldinni lauk árið 1991 með samningi um kynningu nýrrar stjórnarskrár.  Stjórnmálakerfið byggist nú á fullum mannréttindum, fjölflokka kosningum forseta og til þings.  Til að koma í veg fyrir stofnun og þróun einsleitra þjóðernisflokka var ákveðið, að stjórnmálaflokkar yrðu að eiga stuðning í meirihluta hinna 18 héraða landsins til að teljast löglegir.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM