Angóla heilbrigðismál,
Flag of Angola


ANGÓLA
HEILBRIGÐISMÁL

.

.

Utanríkisrnt.

Líkt og í menntamálum, gerðu Portúgalar mikla bragabót í heilbrigðis- og velferðarmálum eftir 1961.  MPLA-stjórnin hafði mikil áform á prjónunum og náði góðum árangri fyrst í stað.  Svo brustu allar vonir og kerfið hrundi alveg í sveitum landsins og mikið dró úr heilbrigðisþjónustu í borgum.  Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hvarf úr landi eða var tregt til starfa í afskekktum og hættulegum hlutum landsins.  Lyf eru af skornum skammti.  Malaría og gífurleg vannæring eru stórvandamál og kólerufaraldrar eru algengir.  Tíðni barnadauða gerist óvíða meiri.  Uppbygging úthverfa í borgum er alls staðar langt á eftir þróuninni vegna hins mikla flótta úr dreifbýlinu.  Félags- og heilbrigðislegar aðstæður

í fátækrahverfum Luanda hafa vernað vegna aukins skorts á vatni.  Atvinnuleysi, verðbólga, vöruskortur og hrun almenningssamgangna hafa bitnað mest á íbúum þeirra.  Stjórnmála- og embættismenn hafa skarað eld að sinni köku.  Þeir búa í góðu húsnæði og verzla í sérverzlunum og byggja tilveru sína á olíugróðanum.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM