St
Barthélemy er 22 km² að flatarmáli og íbúarnir
tala frönsku og kreólsku.
Höfuðstaðurinn heitir Gustavia.
Flugsamgöngur oft á dag við alþjóðaflugvellina á St. Maarten
og Guadeloupe auk San Juan (Puerto Rico), St. Thomas (Bandar.
Jómfr.eyjar). og Antigua.
Leiguflug til nærliggjandi eyja.
Samgöngur á sjó við Marigot og Philipsburg (St. Maarten).
Eyjan
liggur á 17°55'N og 62°50'V.
Hún er hluti af franska utanlandshéraðinu Guadeloupe ásamt
franska hlutanum af St. Maarten.
Þessi
paradísareyja hefur löngum verið vinsæl meðal ríka og þekkta fólksins,
sem slappar vel af við dásamlegar baðstrendurnar.
Þrátt
fyrir smæð sína, hefur eyjan fjölbreytta drætti í landslagi.
Hún er úr kalki og er allþurrviðrasöm eins og gróðurinn
gefur vel til kynna.
Lítil og hreinleg hús í norðurevrópskum stíl ljá umhverfi
sínu sérstaka fegurð.
Arfleifð fyrri tíma kemur einna helzt fram í nokkrum sænskum
götunöfnum og höfuðbúnaði kvenna, sem konur innflytjendanna frá
Normandí báru.
Kólumbus
fann eyjuna árið 1493 og nefndi hana eftir bróður sínum.
Fyrstu tilraunir til landnáms fólks frá St-Christophe (nú St.
Kitts) árið 1648 misheppnuðust vegna andstöðu karíbanna, sem byggðu
eyjuna.
Frakkar gátu ekki haldið eyjunni og seldu Svíum hana árið
1748. Bærinn
Carenage, sem nú heitir Gustavia eftir Gústaf III Svíakonungi, var lýst
fríhöfn og við það upphófst blómaskeið, sem lauk í kjölfar eyðileggingar
fellibyljar árið 1852 og bruna Gustavia.
Eyjan varð aftur frönsk árið 1877 og enn þá eru flestir íbúanna
hvítir.
Þeir lifðu lengi eingöngu á verzlun og fiskveiðum en nú er
ferðaþjónustan veigamest.
Árið 1988 voru rúmlega 700 gistirými á þessari litlu eyju.
Í höfninni í Gustavia liggja tugir lystisnekkja og skútna á
háannatímanum á veturna.
*GUSTAVIA.
Höfuðstaðurinn
liggur í afarfögru umhverfi við skjólsæla náttúruhöfn.
Fjögur virki voru til varnar bænum og rústir þeirra sjást
enn þá.
Niðri við höfnina eru skoðunaverðar kirkjur, ein frönsk
(katólsk) og ein sænsk (lútersk).
Verzlanirnar bjóða alls kyns lúxusvörur á tiltölulega lágu
verði vegna þess að allt er tollfrjálst.
Suðaustan
bæjarins er fjallið Morne Lurin (192 m).
Við rætur þess er klukkuturn. Sunnan Morne Lurin er baðströndin
Anse du Gouverneur, sem margir gestir lýsa sem fegurstu strönd Karíbahafsins.
Þangað verður aðeins komizt fótgangandi. |